KENNSLULEIÐBEININGAR
KENNSLULEIÐBEININGAR
Hér fyrir neðan er lýsing á röð kennslustunda fyrir leiðbeinendur sem vilja nota BSI aðferðafræðina í sinni kennslu.
Í þessum námsþætti er áhersla lögð á að þátttakandi kynnist öðrum þátttakendum og leiðbeinendum, sjálfum sér og byrji að byggja upp opið og inngildandi námssamfélag. Í fyrri hluta námsþáttar munu Þátttakandi í gegnum leik læra nöfn og kynnast hvort öðru. Leikur er grunnur að sköpun og nýsköpun, dregur úr streitu, hjálpar okkur að læra og tengir okkur við aðra. Leikir eru hluti af öllum námsþáttum námskeiðs. Þátttakandi munu einnig vinna einslega og saman að því að móta samskiptareglur innan námssamfélagsins. Í framhaldi verður farið yfir námskrá, markmið og áætlaða útkomu námskeiðs og hæfniviðmið.
Þátttakandi munu:
hafa aukna þekkingu á þeim þáttum sem þarf til búa til opið, inngildandi og afkasamikið námssamfélag.
hafa meiri færni í að beita gagnrýnni hugsun til að rýna eigin styrkleika og styrkleika annarra
geta sýnt virðingu og umhyggju fyrir sjálfum sér og öðrum
hafa aukna þrautsegju
Allt námsefni þessarar námsþáttar má nálgast hér að neðan:
Kennsluáætlun
Í þessum námsþætti munu þátttakendur uppgötva, hugsa um og ræða um gildin sín (það sem knýr þá áfram) og ástríður sínar (það sem þeir elska mest). Með því að skoða saman styrkleika, gildi og ástríður munu þátttakendur byrja að móta heildstæða mynd af því hver þeir eru sem einstaklingar og hvað gerir þá einstaka. Þeir munu einnig halda áfram að kynnast hver öðrum betur, dýpka persónuleg tengsl og móta sameiginlegt námssamfélag.
Markmiðið með vinnu með gildi er að styðja þátttakendur í að uppgötva mikilvægi gilda í lífi hvers einstaklings, að gildi fylgja okkur og breytast eftir verkefnum lífsins. Þátttakendur munu einnig velta fyrir sér merkingu orða og hugtaka notuð yfir gildi en byrjað er á að fara yfir 81 gildi. Í lok æfingar hefur hver þátttakandi fundið fimm helstu gildi sín í dag.
Þátttakandi munu:
hafa meiri þekkingu á því hvað hvatir, gildi og ástríður eru
Allt námsefni þessarar námsþáttar má nálgast hér að neðan:
Kennsluáætlun
Í þessum námsþætti munu þátttakendur halda áfram að skoða styrkleika sína, gildi og ástríður og byrja að íhuga hvernig þessir þættir koma saman í einstakri samsetningu hjá hverjum og einum einstaklingi. Með því að vinna æfingu um IKIGAI (tilgangur minn í lífinu) fá þau betri tilfinningu fyrir því hvað veitir þeim gleði, skiptir þá máli. Í gegnum IKIGAI skoða þátttakendur einnig hvernig hægt er að vinna með það sem maður er góður í og það sem maður hefur ástríðu fyrir, hver munurinn er á milli vinnu og starfs og byrja að íhuga hvað heimurinn þarfnast. Allir þessir koma saman í stórri Venn-skýringarmynd og miðjan er okkkar eigið IKIGAGI. Þátttakendur munu vinna bæði einstaklingslega og í pörum.
Þátttakandi munu:
uppgötva sinn eigin tilgang (IKIGAI) með því að tengja saman styrkleika, ástríður, gildi og það sem heimurinn þarfnast
auka færni sína í að beita virkri hlustun
auka færni sína í hugstormun
auka hæfni sína í að taka viðtöl við aðra, fylgja leiðbeiningum, hlusta eftir svörum og túlka þau
geta sýnt virðingu, þakklæti og seiglu gagnvart sjálfum sér og öðrum
Allt námsefni þessarar námsþáttar má nálgast hér að neðan:
Kennsluáætlun
Í þessum námsþætti munu nemendur byggja á sjálfsskoðun og æfingum í fyrstu þremur námsþáttunum,sérstaklega styrkleikum og Ikigai, til að vinna með nýsköpunarhugsun. Þeir munu læra um samfélagslega nýsköpun, tengsl hennar við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og kynnast Hönnunarhugsun sem er ferli til að finna lausnir við áskorunum.
Þátttakendur munu fyrst vinna verkefni þar sem þeir æfa samvinnu, æfa að deila hugmyndum, hlusta á hugmyndir annarra, setja sér markmið og vinna saman að því að ná þeim. Þátttakendur munu í framhaldi taka þátt í hugarflugi þar sem þeir, einstaklingslega, og í hópi, uppgötva samfélagslegar áskoranir sem þeir munu í framhaldi skoða betur. Þeir munu æfa hugstormun og að byggja áfram á hugmyndum annarra, forgangsraða hugmyndum og velja síðan nokkrar áskoranir til að vinna áfram með í hópi í næstu námsáttum.
Þátttakandi munu:
auka þekkingu á því hvernig heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun tengjast áskorunum í nærsamfélagi
uppgötva tengsl milli styrkleika og eigin tilgangs (Ikigai) og áskorana í nærsamfélagi
auka færni sína í teymisvinnu
auka þekkingu sína á Hönnunarhugsun og hvernig ferlið er notað til að mæta samfélagslegum áskorunum
geta sýnt virðingu, þakklæti og seiglu gagnvart sjálfum sér og öðrum
Allt námsefni þessarar námsþáttar má nálgast hér að neðan:
Kennsluáætlun
Allt námsefni þessarar námsþáttar má nálgast hér að neðan:
Kennsluáætlun
Allt námsefni þessarar námsþáttar má nálgast hér að neðan:
Kennsluáætlun