Námskeið í sjálfsuppbyggingu og skapandi hugsun fyrir nemendur sem sýna einkenni skólaforðunar í 8- 10. bekk grunnskóla
Námskeið í sjálfsuppbyggingu og skapandi hugsun fyrir nemendur sem sýna einkenni skólaforðunar í 8- 10. bekk grunnskóla
Velkomin á vefinn okkar.
BSI námskeiðið leitast við að veita inngrip fyrir nemendur sem eru í áhættu á að hætta snemma í skóla, sem eru á aldrinum 14-16 ára. Markmið BSI er einkum að vinna með þessum nemendum með því að nota sannreyndar aðferðir til að hjálpa þeim að viðurkenna og átta sig á styrkleikum sínum og sjá fyrir sér hvernig þeir með þessum styrkleikum geta lagt sitt af mörkum til eigin lífs, nærsamfélagsins og samfélagsins í heild. Það sem gerir þetta 24 tíma námskeið einstakt er hin úthugsaða samþætting styrkleika, samsömunar ástríðu og gildismats og þjálfunar í hugsunarferli sem veitir nemendum reynslu af að nota eigið sérstæði þegar þeir þróa eigin skapandi- og frumkvöðlahæfileika.
Þessi vefur er útbúinnn til að gera leiðbeinendum kleift að nota BSI aðferðafræðina í sinni kennslu.
Í þeim tilgangi veitir vefurinn:
Fulla lýsingu á hverjum af þriggja tíma vinnustofum, þar með talið markmiðum og
hlutverki þeirra
Leiðbeiningar um framkvæmd æfinga og verkfæra sem notuð eru í BSI
Öll sniðmát og glærur sem þarf til að halda námskeiðið
Þróun námskeiðs, tilraunakennsla, þróun handbókar og þjálfun nýrra leiðbeinenda er í höndum sérfræðinga NORTH Consulting í Reykjavík. Þróunin er styrkt af Erasmus+ menntaáætlun ESB.